www.facebook.com/pages/Langlífi/180099102020506
VERÐA SLEGIN MET Á ÁRUNUM 2015 og 2016?
Guðríður Guðbrandsdóttir í Reykjavík er elst núlifandi Íslendinga, 108 ára síðan í maí. Aðeins þrjár íslenskar konur hafa orðið eldri, Guðrún Björnsdóttir í Kanada (109 ára og 310 daga), Sólveig Pálsdóttir á Höfn í Hornafirði (109 ára og 69 daga) og Guðfinna Einarsdóttir í Reykjavík (109 ára og 58 daga). Guðríður getur komist upp í þriðja sæti yfir elstu Íslendinga sögunnar í júlí 2015, í annað sætið í ágúst 2015 og í fyrsta sætið í lok mars 2016.
Georg Ólafsson í Stykkishólmi er elstur karla, 105 ára síðan í mars. Tveir hafa orðið eldri, Helgi Símonarson í Svarfaðardal (105 ára og 345 daga) og Sigurður Þorvaldsson í Skagafirði (105 ára og 333 daga). Georg getur náð öðru sætinu um miðjan febrúar 2015 og fyrsta sætinu í byrjun mars 2015.
Tveir aðrir Íslendingar eru 105 ára, tveir 104 ára, tveir 103 ára, fjórir 102 ára, tólf 101 árs og níu 100 ára.
Ingen kommentarer:
Send en kommentar